Tunnukjamminn
Ruslatunnufesting fyrir íslenskar aðstæður. Hannað og smíðað á Íslandi úr ryðfríu stáli
Þessi tiltekna hönnun á sorptunnufestingum er sprottin af þörf.
Tunnukjamminn varð til þegar hönnuðurinn gafst upp á að drösla ruslatunnunum sínum inn í bílskúr í hvert sinn sem spáði roki.
Fyrst var kannað hvort ekki væri hægt að kaupa einhverjar festingar fyrir tunnurnar, en það sem var í boði þótti ekki nógu álitlegt og þá var farið í að hugsa einhverja nýja lausn.
Þó að Tunnukjamminn hafi upphaflega orðið til bara til að festa tvær ruslatunnur þá þótti útfærslan það góð að það væri full ástæða til að bjóða fleirum að njóta hennar.
Tunnukjamminn er íslenskt hugvit og íslensk framleiðsla.Hann er einfaldur bæði í uppsetningu og notkun, tunnan rennur auðveldlega inn í kjammann, er þar kyrfilega föst og hægt er að losa hana með einu handtaki.
Umsagnir
-
Árni Gunnarsson mælir með Tunnukjammanum og gaf okkur þessa fínu umsögn.
Þessi tunnukjammi er tær snilld!!Virkilega vandað handverk og massíft. Hef alltaf verið í basli með að hemja þessar blessuðu sorptunnur í roki. Hef verið að setja dekk og hvaðeina ofan á þær en það hefur samt ekki dugað.Núna þá haggast ekki tunnurnar og vandamálið úr sögunni.-Takk fyrir mig.
Okkar er ánægjan Árni!
-
Agnar Áskelsson hafði svo líka þetta að segja um Tunnukjammann.
Er búinn að setja upp tvo svona kjamma við húsið hjá mér. Virkilega ánægður með þá. Virknin, efnisgæðin og smíðin öll upp á 10. Hérna fær maður mikið fyrir peninginn.Takk Agnar!
Rúnar Ingi var einn af þeim fyrstu sem keyptu sér Tunnukjamma. Hann bjó til þetta skemmtilega myndband af því þegar hann setti þá upp hjá sér. Við fengum leyfi til að deila því með ykkur öllum hér. Takk Rúnar!